Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2022 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leist fáránlega vel á Start - „Var eiginlega bara seldur á hálftíma"
Mjög stoltur af ferlinum til þessa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: IK Start
Hjólhestaspyrna í leik með Brage
Hjólhestaspyrna í leik með Brage
Mynd: Christer Thorell
Bjarni Mark Duffield ræddi við Fótbolta.net á dögunum og var farið yfir félagaskipti hans frá Brage í Svíþjóð til Start í Noregi. Bjarni er í grunninn miðjumaður en hefur í upphafi tímabils spilað sem einn af þremur miðvörðum hjá Start.

Bjarni gekk í raðir Brage árið 2019 og fannst kominn tími til að halda annað eftir þrjú ár hjá félaginu.

„Þetta var þriðja árið og var búinn að vera í meiðslabrasi 2020 og léttu meiðslabrasi 2021 þrátt fyrir að spila fullt af leikjum. Mig langaði að breyta til," sagði Bjarni.

„Það var ekki eins mikið í boði og ég hefði vonað. Ég var aðallega að skoða það sem passaði, ég t.d. vildi ekki fara í annað lið í Superettan (næstefstu deild í Svíþjóð). Ég lokaði á þann möguleika því mér fannst eins og það hefði verið óþarfa 'move' eftir að hafa spilað með Brage. Brage var að ströggla allt 2021 og ég hálfmeiddur, þetta var ekki draumatímabil að vera samningslaus. Mér fannst ég hafa fullt upp á að bjóða og var að vonast eftir því að eitthvað úrvalsdeildarlið í Skandinavíu yrði möguleiki. Það kom áhugi frá einu félagi en það varð aldrei neitt almennilegt úr því."

Sjá einnig:
Bjarni ræddi við KA og ónefnt félag - „Opnaði aldrei möguleikann"

„Ég ætlaði að bíða eins lengi og ég gæti áður en ég færi að opna möguleikann á því að fara til Íslands. Ég beið alveg fram að 10. janúar og þá kemur Start upp. Mér leist fáránlega vel á það, stórt lið sem á ekki að vera í næstefstu deild. Það var 'move' sem ég var búinn að sjá fyrir mér að væri mjög hentugt - að fara í stórt lið í næstefstu deild sem væri að fara slást um að fara upp."

„Þjálfari liðsins hringdi í mig um leið og ég talaði heillengi við hann. Mér leist rosalega vel á allt og var eiginlega bara seldur á hálftíma. Svo var ég bara farinn tveimur dögum seinna. Umgjörðin er töluvert betri en í Brage og í raun ekki hægt að biðja um betri umgjörð - nema kannski að það er spilað á gervigrasi,"
sagði Bjarni.

Start er í OBOS-deildinni í Noregi, næstefstu deild. Er munur á B-deildinni í Noregi og B-deildinni Svíþjóð?

„Til þessa finnst mér þetta vera betra en ég held að sú skoðun endurspeglist mest í því að þetta félag sem ég er í sé svona miklu stærra en Brage. Gæðin á leikmönnunum og mótherjunum eru í raun alveg eins en umgjörðin okkar, völlurinn og áhorfendurnir, hvernig við æfum er allt annað level í rauninni."

„Mér fannst ég ekki vera að staðna, var mikið meiddur en ég átti mjög gott tímabil 2019 og var valinn í landsliðið 2020. Ég missti mjög mikið úr 2020 en það átti að vera árið þar sem ég fylgdi á eftir góðu ári. Að fá svona skell, eins og þessi meiðsli voru, þá gleyma þér allir. Sérstaklega ef þú blómstrar seint eins og er tilfellið með mig."

„Ég er mjög stoltur af því að frá því ég fór út þá hef ég verið að spila, verið í harðri samkeppni og þetta er ekki eins og það sé verið að gefa manni sæti í liðinu. Það virkar ekki þannig eins og þeir sem hafa farið út vita. Þó svo að ég er ekki búinn að koma mér í úrvalsdeild ennþá, sem ég held áfram að berjast fyrir, þá er ég stoltur af því hversu marga leiki ég hef spilað á þetta góðu 'leveli'. Þetta snýst um að spila,"
sagði Bjarni.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarna hér að neðan eða í öllum hlaðvarpsveitum. Þar ræðir hann nánar um byrjunina hjá Start og ýmislegt fleira.
Númer sex eins og Tinna Mark og LeBron
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner