Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Gunnhildur Yrsa spilaði í stóru tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Houston Dash 5 - 0 Orlando Pride
1-0 Nichelle Prince ('27)
2-0 Rachel Daly ('32)
3-0 Nichelle Prince ('39)
4-0 Nichelle Prince ('49)
5-0 Michelle Alozie ('87)


Gengi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og liðsfélaga hennar í Orlando Pride hefur ekki verið gott upp á síðkastið og steinlá liðið gegn Houston Dash í nótt. 

Gunnhildur Yrsa spilaði fyrri hálfleikinn en var skipt útaf í leikhlé í stöðunni 3-0 eftir að Nichelle Prince setti tvennu og Rachel Daly eitt.

Prince fullkomnaði sína þrennu í upphafi síðari hálfleik og urðu lokatölur 5-0 eftir mark frá Michelle Alozie undir lokin.

Orlando, sem er með 8 stig eftir 7 umferðir, er aðeins búið að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum. Houston er í öðru sæti með 11 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner