Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. júlí 2021 03:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Messi skoraði eitt og lagði upp tvö
Messi átti stórleik.
Messi átti stórleik.
Mynd: EPA
Það er möguleiki á því að stórveldin í Suður-Ameríku, Argentína og Brasilía, muni mætast í sjálfum úrslitaleiknum á Copa America, Suður-Ameríkubikarnum.

Bæði lið eru komin í undanúrslitin, en Argentína var rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn áfram á næsta stig keppninnar.

Argentína mætti Ekvador og það var aldrei að fara að vera auðveldur leikur fyrir Lionel Messi og félaga.

Argentínumenn tóku forystuna seint í fyrri hálfleik og var það Rodrigo De Paul sem skoraði eftir undirbúning frá Lionel Messi. Argentína lenti í vandræðum í seinni hálfleik en þeir komu sér í gegnum það. Lautaro Martinez innsiglaði sigurinn á 84. mínútu og aftur var það Messi sem lagði upp.

Messi skoraði svo þriðja markið sjálfur áður en flautað var af, lokatölur 3-0.

Argentína mætir Kólumbíu í undanúrslitunum. Kólumbía hafði betur gegn Úrúgvæ í vítaspyrnukeppni í gærkvöld. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og það var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Kólumbía hafði betur, 4-2.

Edinson Cavani og Luis Suarez skoruðu af vítapunktinum fyrir Úrúgvæ en aðrir gerðu það ekki.

Brasilía og Argentína mættust síðast í úrslitaleik Copa America 2007 og þá höfðu Brassar betur, 3-0. Brasilía er ríkjandi meistari.

Í undanúrslitunum mætast Argentína og Kólumbía annars vegar, og Brasilía og Perú hins vegar.

Úrúgvæ 0 - 0 Kólumbía (2-4 í vítaspyrnukeppni)

Argentína 3 - 0 Ekvador
1-0 Rodrigo De Paul ('40)
2-0 Lautaro Martinez ('84)
3-0 Lionel Messi ('90)
Athugasemdir
banner
banner