Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. september 2020 18:37
Magnús Már Einarsson
Ísak Bergmann: Erfitt að brjóta okkur niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög erftt að brjóta okkur niður," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 1-0 sigur U21 landsliðs Íslands gegn Svíþjóð á Víkingsvelli í dag.

Íslenska liðið spilaði góðan varnarleik og Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina markið með skalla í síðari hálfleiknum.

„Við vorum mjög fastir fyrir í varnarleiknum. Við vissum að við myndum fá færi ef við myndum gera það og þetta var geggjaður skalli hjá Svenna."

„Mér fannst fyrst og fremst mjög erfitt að brjóta okkur niður. Þeir áttu eitt færi í fyrri hálfleik þar sem þeir skutu í stöngina. Ef þeir hefðu skorað þetta hefði þetta kannski verið öðruvísi leikur. Við vorum mjög þéttir í okkar varnarleik," sagði Ísak við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner