Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Rikki G velur líklegt byrjunarlið Íslands gegn Englandi
Icelandair
Rikki G að lýsa.
Rikki G að lýsa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson á landsliðsæfingu í vikunni.
Emil Hallfreðsson á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Englandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun.

Rikki G á Stöð 2 Sport er búinn að stilla upp líklegu byrjunarliði fyrir leikinn.

Fastamenn eru fjarri góðu gamni að þessu sinni og því erfiðara en oft áður að spá fyrir um byrjunarliðið.

„Það verður á brattann að sækja. Mér finnst líklegt að þetta lið verði nærri lagi á morgun. Er skynsamlegt að byrja með Birki og Emil á miðjunni saman? Veit það ekki enda hafa þeir ekki spilað síðan í júlí og Emil spilaði meira og minna ekkert á síðustu leiktíð hjá félagsliði. Þetta eru samt klókir spilarar og það er mögulega það sem Hamrén horfir í," sagði Rikki.

„Það er ljóst að Jón Daði mun sækja meira niður í varnarvinnu á meðan Kolbeinn reynir að hirða boltana í loftinu sóknarlega, þá þurfa fljótari menn eins og Arnórarnir að vera vakandi í svæðin á bakvið."

„Hef engar áhyggjur af Kára, hann lifir fyrir svona leiki. Sverrir þarf að sýna að hann sé arftakinn í hjarta varnarinnar þegar Kári hættir. Á morgun má nákvæmlega ekkert klikka ef við ætlum að eiga séns. Ég hef trú á því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner