Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson vill ekki sjá Messi nálægt enska boltanum
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um framtíð Lionel Messi sem vill fara frítt frá Barcelona til að ganga í raðir Manchester City.

Eins og staðan er í dag er útlit fyrir því að Messi muni ekki fá sínu framgengt og verður hann því neyddur til að spila fyrir Barcelona síðasta samningsárið sitt.

Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar og enn álitinn sem besti leikmaður heims þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gamall.

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur nokkrum sinnum spilað við Messi og hefur hann engan áhuga á að fá hann yfir í enska boltann.

„Ég vona að þessi skipti gangi ekki í gegn, vonandi verður hann áfram hjá Barca. Hann er einn af þeim bestu, ef ekki sá besti, sem hefur spilað þennan leik og það væri ekki gott fyrir okkur ef hann færi til okkar helstu keppinauta," sagði Robertson.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og ég hef engar efasemdir um að hann myndi gera svipaða hluti í ensku úrvalsdeildinni og hann hefur gert með Barca.

„Ég held að Liverpool sé búið að útiloka að fá Messi í sínar raðir þannig ég vil ekki sjá hann neinsstaðar nálægt enska boltanum.

„Ég hef spilað tvisvar sinnum gegn honum og það voru erfiðustu leikir sem ég hef spilað á ævinni. Maður þarf alltaf að vera á varðbergi því hann getur alltaf skapað mark úr engu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner