Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. september 2021 18:30
Aksentije Milisic
2. deild kvenna: Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur og Fjölnir í Lengjudeildina (Staðfest)
Hrafnhildur skoraði í dag.
Hrafnhildur skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í dag en spilað er í úrslitakeppninni.

Fjölnir og Völsungur áttust við fyrir norðan en fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Fjölnis.

Það var mikil dramatík í leiknum í dag. Völsungur komst í 3-0 forystu og leit lengi vel út fyrir það að liðið væri að fara upp í Lengjudeildina.

Fjölnir skoraði hins vegar tvö mörk undir lok leiks sem dugði liðinu til sigurs í einvíginu. Hrafnhildur Árnadóttir og Sara Montoro gerðu mörkin fyrir gestina sem skutu Fjölni upp um deild.

Fyrir austan áttust við Fjarðabyggð/Höttur/Huginn og Fram. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en í dag reyndist Fjarðabyggð/Höttur/Huginn sterkari og vann öruggan 3-0 sigur og er því liðið komið upp í Lengjudeildina ásamt Fjölni.

Völsungur 3-2 Fjölnir
1-0 Samara De Freitas Martins Lino ('10)
2-0 Sarah Catherine Elnicky ('73)
3-0 Sarah Catherine Elnicky ('78)
3-1 Hrafnhildur Árnadóttir ('89)
3-2 Sara Montoro ('90)

Fjarðabyggð/Höttur/Huginn 3-0 Fram
1-0 Björg Gunnlaugsdóttir ('13)
2-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('59)
3-0 Katrín Edda Jónsdóttir ('90)


Athugasemdir
banner