Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. september 2021 15:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale var aldrei að hugsa um að hætta
Mynd: EPA
Gareth Bale leikmaður Real Madrid og landslið Wales sagði í viðtali að hann hafi aldrei verið á þeim buxunum að hætta í fótbolta og tíminn hjá Tottenham hafi gert honum gott.

Bale var ekki inn í myndinni hjá Zinedine Zidane hjá Madrid svo hann fór á láni til Tottenham á síðustu leiktíð.

Hann hefur byrjað alla leikina hjá Real á þessari leiktíð undir stjórn Carlo Ancelotti.

„Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við Carlo en þetta er samt eins að því leiti að ég þarf að gleyma því og gefa allt í þetta fyrir liðið," sagði Bale.

„Það gekk vel á undirbúningstímabilinu og tímabilið byrjar vel. Það er gaman að vera í góðu umhverfi. Það er aðal ástæðan fyrir því að ég fór til Tottenham, ég vissi að það yrði gott umhverfi fyrir mig. Ég þurfti á því að halda þá og ég naut mín."

Bale segir að hann hafi orðið glaðari eftir veru sína hjá Tottenham.

„Ég varð glaðari eftir tímann minn hjá Tottenham og ég held að það hafi sést þegar ég spilaði með Wales á EM og núna hjá Real."

Það voru sögusagnir um að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir EM en hann segir að hann hafi verið fókuseraður á verkefnið á EM og hafi aldrei verið að hugsa um að hætta.
Athugasemdir
banner