Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 04. september 2021 20:41
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Frakkar gerðu aftur jafntefli - Danir lentu í kröppum dansi
Ungur stuðningsmaður hleypur inn á í kvöld.
Ungur stuðningsmaður hleypur inn á í kvöld.
Mynd: EPA
Depay setti tvö.
Depay setti tvö.
Mynd: Getty Images
Síðari leikir dagsins í undankeppni HM voru að klárast en alls voru þetta sjö leikir sem hófust klukkan 18:45.

Í D-riðli áttust við Úkraína og Frakkland. Frakkland gerði 1-1 jafntefli gegn Bosníu/Herzegóvínu í síðasta leik. Leikurinn í kvöld fór nokkuð rólega af stað en undir lok fyrri hálfleiks fóru hlutirnir að gerast.

Anthony Martial fékk dauðafæri til að koma gestunum yfir eftir flotta sendingu frá Paul Pogba. Honum brást hins vegar bogalistinn og fóru heimamenn í Úkraínu upp í sókn í kjölfarið og sú sókn endaði með frábæru skoti frá Mykola Shaparenko sem fór í netið. Staðan 1-0 í hálfleik.

Martial bætti upp fyrir mistök sín á 50. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi og jafnaði metin. Frakkar sóttu töluvert þegar líða tók á leikinn en Moussa Diaby skaut þá í stöngina úr dauðafæri eftir undirbúning frá Benzema.

Meira var ekki skorað og 1-1 jafntefli því staðreynd. Úkraína hefur gert jafntefli í öllum fimm leikjum sínum í riðlinum á meðan Frakkar eru á toppnum með níu stig. Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Frakkar spila án þess að sigra.

Í F-riðli áttust við Færeyja og Danmörk á Tórsvelli. Danir, sem höfðu unnið alla leikina í riðlinum til þessa, lentu í kröppum dansi gegn heimamönnum. Það tók Dani 85. mínútur að komast yfir en þá skoraði Jonas Wind. Rene Joensen, leikmaður Færeyja, fékk rautt spjald rétt áður.

Í sama riðli vann Ísrael 5-2 sigur á Austurríki og þá lagði Skotland lið Moldóvíu að velli með 1-0 sigri.

Í G-riðlinum unnu Tyrkir og Hollendingar örugga sigra. Tyrkir eru í efsta sæti riðilsins með 11 stig en Holland og Noregur eru í næstu sætum fyrir neðan með 10 stig.

Í H-riðli vann Króatía mjög mikilvægan útisigur á Slóvakíu en Marcelo Brozovic gerði sigurmarkið undir lok leiks.

Ukraine 1 - 1 France
1-0 Mykola Shaparenko ('44 )
1-1 Anthony Martial ('50 )

Faroe Islandes 0 - 1 Denmark
0-1 Jonas Wind ('85 )
Rautt spjald: Rene Joensen, Faroe Islandes ('84)

Israel 4 - 2 Austria
1-0 Manor Solomon ('5 )
2-0 Munas Dabbur ('20 )
3-0 Eran Zahavi ('33 )
3-1 Christoph Baumgartner ('42 )
3-2 Marko Arnautovic ('55 )
4-2 Shon Weissman ('59 )
5-2 Eran Zahavi ('90)

Scotland 1 - 0 Moldova
1-0 Lyndon Dykes ('14 )

Gibraltar 0 - 3 Turkey
0-1 Ibrahim Halil Dervisoglu ('54 )
0-2 Hakan Calhanoglu ('65 )
0-3 Kenan Karaman ('83 )

Netherlands 4 - 0 Montenegro
1-0 Memphis Depay ('38 , víti)
2-0 Memphis Depay ('62 )
3-0 Georginio Wijnaldum ('70 )
4-0 Cody Gakpo ('76 )

Slovakia 0 - 1 Croatia
0-1 Marcelo Brozovic ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner