Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. september 2022 14:19
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes fær ekki refsingu fyrir ummælin - Vilja funda með dómurum
Mynd: Getty Images

Tom Roddy fréttamaður hjá The Times greinir frá því að enska knattspyrnusambandið sé búið að skoða ummæli David Moyes eftir 2-1 tap West Ham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.


Hamrarnir héldu að þeir hefðu gert löglegt jöfnunarmark á lokamínútum leiksins en það var dæmt af eftir nánari athugun með VAR.

Það eru skiptar skoðanir á ákvörðuninni en flestir eru á því máli að Edouard Mendy, markvörður Chelsea, hafi platað dómarateymið herfilega eftir að hann missti boltann frá sér og beint fyrir fætur Maxwel Cornet sem setti hann í netið.

Moyes hélt ekki aftur að sér eftir lokaflautið: „Eruð þið búnir að sjá þetta? Markvörðurinn missir boltann úr höndunum og þykist svo vera meiddur í öxlinni. Mér finnst ótrúlegt að VAR hafi sent dómarann að skjánum. Ég horfði á endursýningu og hugsaði með mér að það væri ekki möguleiki á því að þetta yrði dæmt af. Þetta var hlægilega léleg ákvörðun.

„Ég er búinn að missa trúna á dómgæslu í enska boltanum. Ég er búinn að sjá þetta mark frá öllum sjónarhornum og skil þetta bara ekki."

Knattspyrnusambandið hefur ákveðið að refsa ekki Moyes fyrir ummælin sín og þess í stað ákveðið að setja fund með dómarasambandinu í algjöran forgang. Það var mikið af umdeildum dómaraákvörðunum í úrvalsdeildarleikjum gærdagsins og ljóst að breytinga er þörf.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikin úr leik Chelsea: Mark dæmt af í uppbótartíma
Moyes æfur út í dómarann: Hlægilega léleg ákvörðun
Yfir 100 þúsund manns líkar við færslu Declan Rice um dómgæsluna


Athugasemdir
banner
banner
banner