Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. október 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breyting á æfingaplani Southampton eftir þunga byrjun
Ralph Hasenhuttl
Ralph Hasenhuttl
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, hefur tilkynnt leikmannahópi sínum að allir leikmenn, sem ekki eru í landsliðsverkefni, skuli mæta á æfingar í vikunni. Leikmenn áttu upprunalega að fá frí í vikunni þar sem frí er í ensku úrvalsdeildinni vegna landsleikja.

Gengi Southampton hefur ekki verið gott í upphafi tímabils og er liðið með fjögur stig eftir sjö leiki og á enn eftir að vinna leik. Í grein The Athletic kemur fram að töpin gegn Wolves og Chelsea í síðustu tveimur leikjum hafi orðið til þess að hætt var við fyrirhugað frí frá æfingum.

Í greininni kemur fram að þetta sé ekki refsing fyrir leikmenn heldur vilji Hasenhuttl sjá til þess að leikmenn verði í toppstandi þegar þeir mæta í leikinn gegn Leeds eftir landsleikjahlé.

Leikmenn munu fá einhverja daga í hvíld en ekki alla vikuna eins og fyrirhugað var. Southampton er í 17. sæti úrvalsdeildarinnar og hefur ekki unnið í níu leikjum í röð. Liðið hefur þó náð góðum úrslitum eins og jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City og þá gerði liðið einnig jafntefli gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner