Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Everton reyni aftur við Van de Beek í janúar
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: EPA
Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála hjá Everton, vill ekki útiloka það að nýtt tilboð verði gert í Donny van de Beek, leikmann Manchester United, í janúarglugganum.

Everton var orðað við hollenska miðjumanninn í sumarglugganum og Brands hefur staðfest að félagið reyndi að fá hann.

„Hann var á blaði hjá okkur. Í upphafi sumargluggans sendum við fyrirspurn á United en þeir sögðu að það væri ómögulegt að fá hann," segir Brands.

„Í lok gluggans hringdi svo umboðsmaður hans í mig og sagði að hann gæti verið lánaður. En á síðustu stundu hætti United við það."

Þrátt fyrir að Ole Gunnar Solskjær hafi ákveðið að halda í Van de Beek hefur leikmaðurinn aðeins spilað sex mínútur samtals í ensku úrvalsdeildinni. Það var greinilegt í Meistaradeildarleiknum gegn Villarreal í síðustu viku að hann var mjög pirraður á varamannabekknum.

Sjá einnig:
Solskjær um stöðu Van de Beek: Hef verið varamaður oftar en allir hjá þessu félagi
Athugasemdir
banner