Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fös 01. október 2021 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær um stöðu Van de Beek: Hef verið varamaður oftar en allir hjá þessu félagi
Ole Gunnar Solskjær og Donny van De Beek
Ole Gunnar Solskjær og Donny van De Beek
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi aðeins um hegðun hollenska miðjumannsins Donny van de Beek í 2-1 sigrinum á Villarreal í Meistaradeildinni á dögunum en hann segir að það sé ekkert pláss fyrir fýlupúka í liðinu.

Hollendingurinn hefur fengið lítið af tækifærum undir stjórn Solskjær og sat á tréverkinu gegn Villarreal en það vakti athygli er hann tók út úr sér tyggjóið og kastaði í jörðina þegar það var ljóst að hann væri ekki á leið inná völlinn.

Það hefur mikið verið rætt um stöðu Van de Beek hjá United en Solskjær þekkir það betur en flestir að sitja á bekknum.

„Ég er að þjálfa hóp sem er með fullt af landsliðsmönnum með mikið keppnisskap sem vilja hafa áhrif og spila. Þeir vilja allir vera á vellinum, eðlilega," sagði Solskjær.

„Donny var klár í að koma inná, eins og allir leikmenn eiga að vera. Ég hef verið varamaður oftar en allir hjá þessu félagi. Ég á eflaust metið og þú verður alltaf að vera klár. Það hefur oft verið þannig þar sem ég var alls ekki sáttur en þetta er bara ákvörðun sem stjórinn tekur."

„Telles var að koma af velli sem bakvörður og Fred leysti það hlutverk vel. Ég skil pirringinn, allir vilja spila, en það byggir upp orku og ákveðni í að þegar þú kemur inná þá sýnir mér hvað þú getur. Þetta er ekki bara Donny, heldur allir leikmennirnir."

„Ég er með hóp af landsliðsmönnum og ef við ætlum að ná árangri saman þá verðum við að vera með jákvæða orku, við höfum ekki orku fyrir fýlupúka. Donny hefur aldrei haft neikvæð áhrif á hópinn, bara svo því sé haldið til haga, en um leið og ég sé leikmenn hafa neikvæð áhrif á hópinn þá er það annað mál. Þá mun ég taka aðeins harðar á því,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner