Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. október 2021 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Salah betri en Messi og Ronaldo"
Mynd: EPA
Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn Rovers og núverandi knattspyrnusérfræðingur hjá BBC og BT Sport, telur Mohamed Salah vera besta knattspyrnumann heims.

Salah hefur verið að raða inn mörkunum með Liverpool og skoraði undursamlegt mark í 2-2 jafntefli í risaslag gegn Manchester City um helgina auk þess að leggja laglega upp fyrir Sadio Mane.

„Eins og staðan er í dag þá er hann betri en Messi og Ronaldo," sagði Sutton um Salah.

Hinn 29 ára gamli Salah hefur verið að skora um 20 mörk á hverju úrvalsdeildartímabili en í ár er hann kominn með sex mörk í sjö leikjum.

„Hann hefur verið stórkostlegur ár eftir ár. Hann er bestur í deild þeirra bestu og Liverpool á enn eftir að semja við hann."

Salah er kominn með 9 mörk í 9 leikjum í öllum keppnum og verður spennandi að fylgjast með hversu mikið egypska konginum tekst að skora á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner