Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. október 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Magnússon ráðinn til Víkings R.
Mynd: Víkingur R.
Þorsteinn Magnússon, fyrrum markvörður og þjálfari hjá Aftureldingu, hefur verið ráðinn til starfa hjá Víkingi R.

Þorsteinn tekur við af Andra Marteinssyni sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki og 2. flokki kvenna.

Hann mun því vera John Henry Andrews til aðstoðar á næstu leiktíð auk þess að sjá um markmannsþjálfun hjá 3. og 4. flokki Víkings, bæði í karla- og kvennaflokki. Ásamt þessu mun Steini koma að mótun markmannsþjálfunar fyrir yngstu iðkendurna.

Þorsteinn, sem er með UEFA A gráðu í markmannsþjálfun, hefur mikla reynslu á sínu sviði og starfaði síðast með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni hjá Kristianstad í Svíþjóð en þar áður var hann hjá Fylki og ÍBV.

„Við bjóðum Þorstein velkominn til starfa og væntum mikils af honum," segir í færslu Víkings.

Víkingur R. endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar í haust með 31 stig úr 18 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner