Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Þrigggja hesta kapphlaup á toppnum
Arsenal er með 30 stig á toppnum.
Arsenal er með 30 stig á toppnum.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeild kvenna í Englandi er aftur farin af stað eftir stutt vetrarfrí. Fimm leikir voru spilaðir í dag.

Arsenal lagði Birmingham að velli, 2-0, og er á toppi deildarinnar. Kim Little og Jordan Nobbs skoruðu mörk Arsenal í leiknum.

Hin ástralska Sam Kerr lagði upp mark í fyrsta leik sínum með Chelsea, í 3-1 sigri á Reading. Chelsea var einum fleiri frá 18. mínútu eftir að Fara Williams hjá Reading fékk rautt spjald.

Chelsea er í þriðja sæti með 26 stig, en liðið á leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti með 27 stig. Chelsea á líka leik til góða á Arsenal, sem er með 30 stig. Það eru þessi þrjú lið sem eru að berjast á toppnum.

María Þórisdóttir, leikmaður Chelsea, er enn frá vegna meiðsla.

Bæði Manchester United og Liverpool töpuðu í dag. Man Utd er í fjórða sæti með 15 stig, en Liverpool á botninum með aðeins þrjú stig. United tapaði óvænt gegn Bristol City, liðinu sem er í næst neðsta sæti, núna með sex stig.

Úrslit dagsins:
Man Utd 0 - 1 Bristol City
Chelsea 3 - 1 Reading
Arsenal 2 - 0 Birmingham
Brighton 1 - 0 Liverpool
Tottenham 1 - 4 Man City
Athugasemdir
banner
banner