Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. febrúar 2020 17:48
Elvar Geir Magnússon
Sindri Björns í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Sindri Björnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Sindri var samningslaus en var síðast í herbúðum Vals.

Hann er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti en hefur einnig spilað fyrir ÍBV.

Sindri verður 25 ára í ár en hann hefur spilað 21 landsleik með unglingalandsliðum Íslands og spilað 125 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 18 mörk.

Grindavík féll úr efstu deild á síðasta tímabili.

Sigurbjörn Hreiðarsson tók við þjálfun Grindavíkur í vetur en hann var aðstoðarþjálfari Vals og þekkir Sindra því afskaplega vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner