Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. febrúar 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Skriniar sviptur fyrirliðabandinu
Lautaro Martinez nýr fyrirliði
Mynd: EPA

Það styttist í að byrjunarliðin úr stórleik kvöldsins úr ítalska boltanum verði tilkynnt. Þar eigast Inter og Milan við í nágrannaslag sem gæti reynst afar mikilvægur í toppbaráttunni.


Miðvörðurinn Milan Skriniar, sem er búinn að samþykkja samning hjá Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain fyrir næsta sumar, verður áfram í byrjunarliði Inter en fær ekki að bera fyrirliðaband félagsins.

Skriniar er einn af fjórum fyrirliðum en hefur borið fyrirliðabandið stærsta hluta tímabilsins. Samir Handanovic og Danilo D'Ambrosio eru afar sjaldan í byrjunarliðinu og hefur Marcelo Brozovic misst af nokkrum mánuðum vegna meiðsla.

Simone Inzaghi, þjálfari Inter, staðfesti þetta á fréttamannafundi í gær.

Lautaro Martinez mun taka við stöðu Skriniar í fyrirliðahópi Inter.


Athugasemdir
banner
banner