Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 10:25
Elvar Geir Magnússon
„Algjört grín að spila við þessar aðstæður“
Spilað var við krefjandi aðstæður.
Spilað var við krefjandi aðstæður.
Mynd: Getty Images
Real Salt Lake vann 3-0 sigur gegn Los Angeles í bandarísku MLS-deildinni um helgina en leikið var í gríðarlegri snjókomu. Leikurinn tafðist fyrst um tvo klukkutíma og síðan var leik hætt í fjórar mínútur vegna þrumuveðurs.

„Þetta voru algjörlega ómögulegar aðstæður. Þetta var algjört grín," sagði Steve Cherundolo stjóri LAFC en það kyngdi niður snjó allan leikinn í Utah.

„Ég vorkenni leikmönnum, að við þurfum að láta þá ganga í gegnum þetta. Það er algjört kjaftæði að við höfum þurft að spila þennan leik. Þetta var einn versti atvinnumannaviðburður sem ég hef horft á."

Cherundolo segir að það hafi verið skandall að leikurinn hafi verið spilaður við þessar aðstæður.

Pablo Mastroeni, stjóri Real Salt Lake, hrósaði sínum mönnum fyrir hugarfar og karakter. Aðstæðurnar hafi verið erfiðar fyrir bæði lið.

„Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að búa sig undir á æfingum. Á stundum sem þessum snýst þetta um að vera með sterkt hugarfar," sagði Mastroeni.
Athugasemdir
banner