Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal fór yfir 300 marka múrinn í stjóratíð Arteta
Mynd: John Walton
Arsenal skoraði 300. mark sitt undir stjórn Mikel Arteta í 6-0 stórsigrinum á Sheffield United á Bramall Lane í gær en aðeins þrir stjórar hafa náð þessum árangri í færri leikjum.

Lundúnaliðið gekk frá Sheffield United á fyrstu fimmtán mínútum leiksins með þremur mörkum og bættu síðan við tveimur áður en hálfleikurinn var úti.

Ben White rak síðan síðasta naglann í kistu liðsins með góðu skoti í síðari hálfleiknum.

Í leiknum skoraði Arsenal 300. markið undir stjórn Arteta en liðinu tókst það í aðeins 161 leik.

Aðeins þrír stjórar hafa náð þessu afreki í færri leikjum: Pep Guardiola (120), Jürgen Klopp (142) og Manuel Pellegrini (149).

Arsenal er þá fyrsta liðið til að vinna þrjá leiki í röð með fimm mörkum eða meira. Það varð annað liðið til að skora fimm mörk í þremur leikjum í röð og jafnaði þar met Burnley sem gerði slíkt hið sama árið 1961.
Athugasemdir
banner
banner
banner