Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 00:27
Brynjar Ingi Erluson
Boehly vill Amorim eða De Zerbi í stað Pochettino
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: EPA
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Todd Boehly, eigandi Chelsea, er að missa þolinmæðina á argentínska stjóranum Mauricio Pochettino og er þegar farinn að skoða markaðinn en þetta segir Jacob Steinberg hjá Guardian.

Pochettino tók við Chelsea síðasta sumar og var honum ætlað að koma liðinu aftur í fremstu röð á Englandi.

Boehly bólstraði hópinn vel af ungum og efnilegum leikmönnum í bland við reynslumeiri leikmenn en rúmur milljarður er greinilega ekki ávísun á árangur.

Chelsea er í 11. sæti deildarinnar og það þrátt fyrir að vera ekki í Evrópu á þessu tímabili. Liðið komst vissulega í úrslit enska deildabikarsins, en tapaði þar fyrir ungu liði Liverpool. Eina von Chelsea á að vinna titil er í enska bikarnum þar sem liðið er komið alla leið í 8-liða úrslit.

Samkvæmt Guardian er þolinmæði Boehly að renna á þrotum. Chelsea er nú undirbúa framtíðina og gæti farið svo að Pochettino verði sparkað í sumar.

Einnig kemur fram að í augnablikinu nýtur Pochettino stuðnings stjórnarinnar og fær hann tækifæri til að rétta úr kútnum á þessum síðustu mánuðum tímabilsins. Ef það verða engin sjáanleg batamerki á spilamennsku liðsins mun Boehly þurfa að taka stóra ákvörðun.

Tveir menn leiða lista Boehly en það eru þeir Roberto De Zerbi hjá Brighton og kraftaverkamaðurinn frá Portúgal, Ruben Amorim, sem hefur gert ótrúlega hluti með lið Sporting síðustu ár.

Chelsea er ekki eina félagið sem er að skoða þá tvo en Barcelona, Bayern München og Liverpool eru einnig í baráttunni.
Athugasemdir
banner