Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breki Baxter líklega á leið í Stjörnuna
Þorlákur Breki Baxter.
Þorlákur Breki Baxter.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorlákur Breki Baxter er samkvæmt heimildum Fótbolta.net líklega að ganga í raðir Stjörnunnar. Hann hefur verið að skoða möguleika erlendis en ef hann verður heima þá verður Stjarnan fyrir valinu.

Þessi efnilegi leikmaður hefur æft með Aftureldingu, FH, Stjörnunni og Víkingi á undanförnum dögum.

Breki hefur verið í leit að nýju félagi eftir að hafa hætt hjá ítalska félaginu Lecce og ljóst að áhuginn hefur verið mikill á honum hér á landi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá hefur Go Ahead Eagles í Hollandi einnig sýnt honum áhuga og er hann á leið á reynslu þangað. Willum Þór Willumsson er á meðal leikmanna Go Ahead Eagles.

Breki er framherji sem kom á Selfoss frá Hetti/Huginn fyrir tímabilið 2021 en hann var keyptur til Lecce síðasta sumar. Hann spilaði lítið með unglingaliði félagsins en hann meiddist stuttu eftir að hann kom til Lecce.

Hann er átján ára og skoraði þrjú mörk í sextán leikjum með Selfossi í Lengjudeildinni á síðasta ári.

Hann á fimm leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner