Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 14. febrúar 2024 11:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breki Baxter riftir á Ítalíu - Áhugi hér heima og erlendis
Þorlákur Breki Baxter.
Þorlákur Breki Baxter.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorlákur Breki Baxter hefur rift samningi sínum við ítalska félagið Lecce og er í leit að nýju félagi. Báðir aðilar töldu það best að slíta samingnum.

Þetta staðfestir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður leikmannsins, við Fótbolta.net í dag.

Breki er framherji sem kom á Selfoss frá Hetti/Huginn fyrir tímabilið 2021 en hann var keyptur til Lecce síðasta sumar. Hann spilaði lítið með unglingaliði félagsins en hann meiddist stuttu eftir að hann kom til Lecce.

Hann er átján ára og skoraði þrjú mörk í sextán leikjum með Selfossi í Lengjudeildinni á síðasta ári.

Breki skrifaði undir tveggja ára samning við Lecce en er núna félagslaus.

Það er áhugi á Breka hér heima á Íslandi og einnig erlendis. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir næst en þessi efnilegi leikmaður á fimm leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner