Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 05. mars 2024 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Bayern þarf sigur - PSG í góðri stöðu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu tvö liðin munu tryggja sig í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld, þegar FC Bayern tekur á móti Lazio í Þýskalandi á meðan Real Sociedad fær PSG í heimsókn til Spánar.

Bayern er óvænt einu marki undir gegn Lazio, en ljóst er að Bæjarar munu sækja í sig veðrið í kvöld. Thomas Tuchel hefur ákveðið að byrja með Kim Min-jae, Serge Gnabry og Alphonso Davies á varamannabekknum, þar sem Aleksandar Pavlovic fær tækifæri í byrjunarliðinu ásamt Matthijs de Ligt og Raphaël Guerreiro.

Ekki er ljóst hvort Pavlovic byrji í hægri bakverði eða sem djúpur miðjumaður, en Joshua Kimmich er einnig í byrjunarliðinu og getur leyst báðar þessar stöður.

Maurizio Sarri teflir fram sínu besta byrjunarliði og er með góða leikmenn til taks á varamannabekknum, en ljóst er að þetta verður afar þung þraut fyrir Lazio í kvöld.

PSG leiðir viðureignina gegn Sociedad eftir tveggja marka sigur í París og teflir Luis Enrique fram stjörnum prýddu byrjunarliði og er varamannabekkurinn ekki síðri.

Kylian Mbappé leiðir sóknarlínuna með Bradley Barcola og Ousmane Dembélé á köntunum. Lucas Beraldo hefur komið sterkur inn í lið PSG og byrjar aftur í miðverði, þar sem fyrirliðinn Marquinhos situr á bekknum.

Bayern: Neuer, Kimmich, De Ligt, Dier, Guerreiro, Pavlovic, Goretzka, Sane, Muller, Musiala, Kane
Varamenn: Peretz, Ulreich, Zaragoza, Laimer, Kim, Tel, Gnabry, Davies, Choupo-Moting

Lazio: Provedel, Marusic, Gila, Romagnoli, Pellegrini, Guendouzi, Vecino, Luis Alberto, Zaccagni, Felipe Anderson, Immobile
Varamenn: Magro, Sepe, Hysaj, Casale, Castellanos, Cataldi, Isaksen, Kamada, Lazzari, Napolitano, Pedro, Ruggeri



Real Sociedad: Remiro, Traore, Zubeldia, Le Normand, Galan, Mendez, Zubimendi, Merino, Becker, Oyarzabal, Kubo
Varamenn: Marrero, Sadiq, Tierney, Pacheco, Andre Silva, Aramburu, Barrenetxea, Gonzalez, Argoitia, Marin, Olasagasti, Turrientes

PSG: Donnarumma, Hakimi, Beraldo, Hernandez, Mendes, Zaire-Emery, Vitinha, Ruiz, Dembele, Barcola, Mbappe
Varamenn: Tenas, Navas, Mukiele, Gadou, Kolo Muani, Kang-in, Marquinhos, Mayulu, Pereira, Ramos, Soler, Ugarte
Athugasemdir
banner
banner