Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábær reynsla af Hemma Hreiðars - „Kýldi hann bara til baka"
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski markvörðurinn Guy Smit var í markinu hjá ÍBV í fyrra er liðið féll úr Bestu deildinni. Hann naut þess samt sem áður að vera í Vestmannaeyjum og segir fólkið þar frábært.

Smit samdi nýverið við KR og mun hann spila með Vesturbæjarstórveldinu í sumar.

„Reynslan að vera hjá ÍBV var frábær, mjög góð. Hermann (Hreiðarsson) og Mikkel Hasling voru mér góðir frá fyrsta degi, og félagið allt. Fólkið í Vestmannaeyjum... Einar á Einsi Kaldi sá alltaf vel um mig með matreiðsluhæfileikum sínum. Andinn var mjög góður og rólegur. Aðstæðurnar eru að styrkjast og ég vona að þeir muni nýta þær vel. Það eru miklir möguleikar þarna með félagið," sagði Smit við Fótbolta.net.

„Ég er ekki ánægður að við féllum og ég er ekki stoltur af því. Það fólk sem ég þekki þarna er mjög gott fólk og átti þetta ekki skilið. Stundum er fótboltinn ekki sanngjarn og stundum ertu óheppinn. Ég get sagt þér að við gerðum allt til að halda okkur uppi."

Hann segir að það hafi verið virkilega skemmtilegt að vinna með Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV. Hermann er þekktur fyrir það að vera skemmtilegur karakter sem lætur til sín taka.

„Hermann er frábær karakter. Í fyrsta sinn sem ég hitti hann þá reyndi hann að kýla mig en ég kýldi hann bara til baka. Hann hugsaði svo um það hvort að hann ætti að taka utan um mig eða sleppa því bara, en hann sleppti því. Hann leyfði mér að lifa, við skulum segja það," sagði Smit léttur.

„Samband okkar var frábært. Hann sagði mér hvað hann vildi og hvað hann vildi ekki. Hann er með rosalegan baráttuanda fyrir hvern einasta leik til að gíra leikmenn upp. Ég lærði það af honum. Hann getur enn gírað sig upp eftir rosalega mörg ár í fótboltanum og ég tek það með mér."

Hægt er að sjá viðtalið allt í spilaranum hér fyrir neðan en þar fer markvörðurinn meira yfir félagaskipti sín til KR. Hann er á leið inn í sitt fimmta tímabil á Íslandi. Hann spilaði fyrst með Leikni, fór þaðan í Val, svo í ÍBV og núna í KR.
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Athugasemdir
banner
banner