Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís og Sveindís í undanúrslit - Karólína úr leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru komnar í undanúrslit þýska bikarsins eftir sigra gegn Jena og Hoffenheim.

FC Bayern lagði Jena að velli þar sem Glódís var í byrjunarliðinu á meðan Sveindís kom inn af bekknum í sigri Wolfsburg gegn Hoffenheim.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék þá allan leikinn er Bayer Leverkusen tapaði heimaleik gegn SGS Essen. Essen komst í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og minnkaði Leverkusen muninn í seinni hálfleik en tókst ekki að jafna.

Bayern, Wolfsburg og Essen eru því komin í undanúrslitin ásamt Eintracht Frankfurt.

Í karlaboltanum lék Óttar Magnús Karlsson allan leikinn í 1-1 jafntefli Vis Pesaro gegn Pineto í C-deild ítalska boltans. Vis Pesaro er þar aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar átta umferðir eru eftir.

Að lokum var Brynjar Ingi Bjarnason í sigurliði Ham-Kam gegn Kongsvinger í æfingaleik í Noregi og byrjaði Viðar Ari Jónsson á bekknum.

Bayer Leverkusen 1 - 2 Essen

Hoffenheim 0 - 3 Wolfsburg

Jena 0 - 3 Bayern

Pineto 1 - 1 Vis Pesaro

HamKam 3 - 1 Kongsvinger

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner