Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. mars 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
San Siro getur ekki boðið upp á ákjósanlega upplifun áhorfenda
San Siro leikvangurinn í Mílanó.
San Siro leikvangurinn í Mílanó.
Mynd: Getty Images
Giorgio Furlani, formaður AC Milan, telur að framtíð félagsins sé ekki á San Siro, eða Giuseppe Meazza leikvangnum.

Hann segir að leikvangurinn sé barn síns tíma og ekki lengur í stakk búinn til að bjóða upp á ákjósanlega upplifun áhorfenda.

Eigendur Milan hafa átt í togstreitu við borgina um framtíðarheimili félagsins. Margir stuðningsmenn vilja að liðið verði áfram í á núverandi leikvangi en stjórnendur félagsins hafa opinberaðar áætlanir um nýjan leikvang.

Félagið hefur þegar fengið landsvæði í útjaðri borgarinnar, San Donato, með það fyrir augum að reisa þar nýjan 70 þúsund manna leikvang. Auk þess er hugmyndin að þar rísi hótel, verslanir, veitingastaðir og safn.

Leikvangurinn er hluti af víðtækara stækkunarmarkmiðum fyrir AC Milan sem fela einnig í sér aukna útbreiðslu í Bandaríkjunum og MiðAusturlöndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner