Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. mars 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir að franska deildin muni heita Ligue 1 McDonald's frá og með næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Franska deildin mun skipta um nafn fyrir næsta tímabil en Daniel Rido hjá RMC Sport fullyrðir að búið sé að ná samkomulagi við bandarísku hamborgarakeðjuna McDonald's.

Deildin hefur leikið undir merkjum Uber Eats síðustu fjögur ár en nú er sá samningur að renna sitt skeið.

Uber Eats greiddi deildinni 15 milljónir evra á ári fyrir nafnið en McDonald's yfirbauð það boð og mun greiða 20 milljónir evra fyrir árið og gildir þá samningurinn væntanlega til næstu fjögurra ára.

Áhugavert samstarf sem hefur þegar vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem flestir eru sammála um að þarna sé deildin aðeins að hugsa um hagnað en ekki orðspor deildarinnar.

Nafnið á deildinni eitt og sér býður upp á marga faraldsbrandara, það er öruggt.


Athugasemdir
banner
banner