Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Benzema var 2-3 kílóum of þungur en nú er hann alvöru íþróttamaður"
Karim Benzema
Karim Benzema
Mynd: EPA
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal. kom með áhugaverða punkta í settinu hjá beIN Sports í gær er farið var yfir leik Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Franski framherjinn Karim Benzema er að eiga sitt besta tímabil með Real Madrid en hann er með 43 mörk í jafnmörgum leikjum og hefur lagt upp 14 mörk.

Hann er 35 ára gamall og benti Wenger á að bestu framherjar heims í dag væru allir 30 ára eða eldri.

„Ef ég ætti að lýsa Benzema þá væri það skilvirkni og klókindi. Allt sem hann gerir er klókt og það lítur út fyrir að vera einfalt. Þegar ég sé hann spila þá held ég alltaf að ég gæti gert það sama. Við vitum öll að það sem hann gerir er einstakt."

„Hann hægir á sér til að auka hraðann og hann eykur stundum hraðann með því að hægja á sér. Það er enginn betri í því að finna taktinn í leiknum."

„Það er mjög áhugavert það sem við sjáum um alla Evrópu að það eru elstu framherjarnir sem sýna mestu skilvirknina. Lewandowski, Benzema og allir þessir leikmenn. Ibrahimovic, þeir eru að skora þessi mörk þegar þeir eru fertugir eða 35 ára. Allir bestu framherjarnir eru yfir 30 ára gamlir því þeir nýta öll mistök andstæðingsins."


Hann bendir á að Benzema hafi verið aðeins of þungur á fyrri hluta ferilsins en nú þegar hann hefur létt sig og komið sér í betra formi, sé hann með bestu framherjum heims.

„Þegar Benzema var undir þrítugt var hann 2-3 kílóum of þungur en nú er hann alvöru íþróttamaður og þess vegna er hann einn af tveimur eða þremur bestu framherjum heims
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner