Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Lundstram hetjan í Glasgow - Tíu Hamrar töpuðu
Eintracht Frankfurt og Rangers mætast í úrslitaleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Spennandi undanúrslitaleikjum Evrópudeildarinnar lauk í venjulegum leiktíma og mun skoska stórveldið Rangers mæta Eintracht Frankfurt í úrslitaleik.


Rangers kom öllum á óvart og sló RB Leipzig úr leik í undanúrslitum á meðan Frankfurt hafði betur gegn West Ham.

Rangers tapaði 1-0 í Þýskalandi og var seinni leikurinn í kvöld alveg magnaður þar sem dugnaður, elja og þrautseigja skópu sigurinn fyrir Rangers gegn talsvert gæðameiri andstæðingum frá Leipzig.

Rangers komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og minnkaði Christopher Nkunku muninn í síðari hálfleik. Þá stefndi leikurinn í framlengingu en hinn markheppni John Lundstram var ekki á því máli og skellti í sigurmark á 81. mínútu.

Lokatölurnar í Glasgow 3-1 og Rangers fer í úrslit eftir samanlagðan 3-2 sigur gegn sterku liði RB Leipzig.

Rangers 3 - 1 RB Leipzig (3-2 samanlagt)
1-0 James Tavernier ('19)
2-0 Glen Kamara ('24)
2-1 Christopher Nkunku ('71)
3-1 John Lundstram ('81)

West Ham mætti til Frankfurt marki undir eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og byrjaði kvöldið ömurlega fyrir David Moyes og lærlinga hans.

Aaron Cresswell fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að brjóta klaufalega af sér sem aftasti varnarmaður og skömmu síðar skoraði Rafael Borre fyrir Frankfurt. 

Tíu Hamrar voru ekki á því að gefast upp og fengu fín færi en heildarsigur Frankfurt virtist aldrei í hættu.

Lokatölurnar í Frankfurt urðu 1-0 sem þýðir 3-1 sigur samanlagt. Frankfurt mætir því Rangers í spennandi og óvæntum úrslitaleik.

Frankfurt 1 - 0 West Ham (3-1 samanlagt)
1-0 Rafael Borre ('26)
Rautt spjald: Aaron Cresswell, West Ham ('17)


Athugasemdir
banner
banner
banner