Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Slegist í Frankfurt - Rúmlega 30 handteknir
Stuðningsmenn Frankfurt fjölmenntu á útileikinn sögulega gegn Barcelona í 8-liða úrslitum.
Stuðningsmenn Frankfurt fjölmenntu á útileikinn sögulega gegn Barcelona í 8-liða úrslitum.
Mynd: EPA

Lögreglan í Þýskalandi segir að meira en 30 manns hafi verið handteknir í gærkvöldi eftir slagsmál á milli fótboltabullna frá Frankfurt og London.


Eintracht Frankfurt tekur á móti West Ham United í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld og voru margir stuðningsmenn Hamranna mættir til Þýskalands í gær.

Einhverjir þeirra voru mættir til að slást og fundu heimamenn sem vildu slást á móti. Einhverjir saklausir stuðningsmenn lentu illa í því og eru tveir frá London á spítala með höfuðáverka eftir að hafa verið rotaðir.

Lögregla þurfti að brjóta upp tæplega 1000 manna samkomu þar sem stuðningsmenn West Ham höfðu safnast saman á aðallestarstöðinni í Frankfurt am Main. Þar barðist hluti þeirra við stuðningsmenn Frankfurt sem voru ekki lengi að mæta á lestarstöðina.

Á þriðjudagskvöldið bárust fregnir af stuðningsmönnum West Ham sem lentu í árás frá rúmlega 20 manna bulluhópi heimamanna.

Frankfurt vann fyrri leikinn í London, 1-2. Sigurvegari kvöldsins mætir annað hvort Rangers eða RB Leipzig í úrslitaleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner