Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. júní 2021 09:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cecilía spáir í sjöttu umferð Pepsi Max-kvenna
Olla með tvö?
Olla með tvö?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Cecilía Rán
Cecilía Rán
Mynd: Örebro
Nadía Atladóttir var með einn réttan þegar hún spáði í leiki fimmtu umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

Cecilía Rán Rúnardóttir, markvörður Örebro og íslenska landsliðsins, spáir í leiki sjöttu umferðar.

ÍBV 1-2 Selfoss (Laugardag kl 14:00)
Það er alltaf erfitt að koma til eyja og eyjakonur hafa verið á góðu skriði í undanförnum leikjum. En selfosskonur hafa einnig verið það og ég held að þær haldi því áfram og taki öll 3 stigin eftir mörk frá Hólmfríði og Barbáru.

Breiðablik 3-0 Keflavík (Laugardag kl 14:00)
Alls ekkert léttur leikur fyrir Blika þar sem Keflavík á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar og það er alls ekkert létt að mæta þannig liði. En gæði leikmanna Breiðabliks sigla þessu hins vegar heim.

Þór/KA 2-2 Þróttur (Laugardag kl 16:00)
Hörkuleikur á Akureyri og þó svo að Þróttarar hafa verið mjög góðar í byrjun sumars er alltaf erfitt að koma til Akureyrar og liðin deila með sér stigum. Olla skorar tvennu, María Catharina eitt og Arna Sif trukkar einu inn eftir horn.

Tindastóll 0-1 Valur (Laugardag kl 16:00)
Tindastóll hefur að mínu mati sannað sig að þær eiga heima í efstu deild en ég held að Valsarar séu þó einu númeri of stórar fyrir þær. Elín Metta finnur netið á móti þéttu liði Stólanna sem liggja aftarlega.

Fylkir 3-0 Stjarnan (Sunnudag kl 19:15)
Ég trúi ekki öðru en að mínar konur í Lautinni mæti fullar sjálfstrausts eftir geggjaðan sigur á Keflavík í bikarnum um daginn. Þórdís Elva smellir honum af löngu færi og Bryndís mætir sjóðandi og setur tvö gullfalleg mörk, engin pressa samt. Tinna, ásamt varnarlínunni loka markinu og fyrsti sigur Fylkis í deildinni þetta sumarið staðreynd.

Fyrri spámenn:
Eva Ben - 3 réttir
Svava Rós - 3 réttir
Nadía Atladóttir - 1 réttur
Guðrún Arnardóttir - 0 réttir (1 frestað)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner