Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Tíu KR-ingar lögðu KA - Ótrúleg dramatík í Víkinni
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn
Pálmi Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru í kvöld fram í elleftu umferð Pepsi Max-deildarinnar. KR lagði KA á Dalvíkurvelli og Víkingur lagði ÍA með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Byrjum yfirferðina á Dalvíkjurvelli. Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 22. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á þrjátíu sekúndna kafla. Um tuttugu mínútum síðar opnuðust varnir liðanna.

Kjartan Henry kom KR yfir eftir sendingu frá Kristni Jónssyni en Elfar Árni jafnaði eftir sendingu frá Hallgrími Mar. Skömmu síðar fékk KR vítaspyrnu þegar brotið var á Kristni Jónssyni.

Pálmi Rafn Pálmason steig á punktinn og skoraði það sem reyndist sigurmarkið. KA reyndi að jafna í seinni hálfleik en það tókst ekki. Þriðja tap KA í fjórum leikjum á Dalvíkurvelli staðreynd.

Víkingar unnu ótrúlega dramatískan sigur gegn ÍA á heimavelli. Allt stefndi í markalaust jafntefli en Víkingur fékk vítaspyrnu þegar Nikolaj Hansen féll í teignum á þriðju mínútu uppbótartíma.

Nikolaj Hansen steig á punktinn og skoraði sigurmarkið. Skagamenn voru allt annað en sáttir enda virtist Helgi Mikael, dómari leiksins, ekki ætla að dæma vítaspyrnu þegar hann sá atvikið.

Víkingur er komið með 22 stig og er í 2. sætinu ásamt Breiðabliki. Markið var sjötta markið í röð sem Nikolaj skorar fyrir Víking. Hann er markahæstur í deildinni með tíu mörk.

KA 1 - 2 KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason ('41 )
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('42 )
1-2 Pálmi Rafn Pálmason ('45 , víti)
Rautt spjald: Kristján Flóki Finnbogason, KR ('22)
Lestu um leikinn

Víkingur R. 1 - 0 ÍA
1-0 Nikolaj Hansen ('90, víti)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner