Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Eiður og Ragga hafa gert eitthvað rétt við að ala upp þessa drengi
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas kom inná í kvöld og skoraði
Andri Lucas kom inná í kvöld og skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV um 2-2 jafnteflið gegn Norður Makedóníu í kvöld en hann var virkilega ánægður með orkuna hjá varamönnunum.

Íslenska liðið var marki undir í hálfleik og ekki líklegt til þess að ná inn marki.

Elgjan Alioski bætti við öðru þegar tíu mínútur voru liðnar af þeim síðari. Það var ekki fyrr en Arnar gerði breytingar á liðinu sem að krafturinn kom.

Brynjar Ingi Bjarnason minnkaði muninn eftir aukaspyrnu Alberts og svo jafnaði Andri Lucas Guðjohnsen muninn eftir að hafa komið inná sem varamaður.

„Þetta sýnir að fótboltinn er stundum óútreiknanlegur. Við byrjuðum leikinn frábærlega á fyrstu mínútunni, áttum góða sókn og svo slökknaði á okkur í 64 mínútur," sagði Arnar Þór við RÚV.

„Það er engin afsökun fyrir því. Við vorum langt frá þeim, ekki nógu mikið tempó. Vorum ekki klárir í hornunum sem við fáum á okkur og fáum mark á okkur. Það var ekki nógu gott en ég tek það algerlega á mig."

„Það sem var gott að sjá í þessu var að sjá að þeir drengir sem koma inná, orkan sem þeir komu með og jákvæði fótbolti sem við viljum reyna að koma inn í liðið, það var yndislegt að sjá það. Eins og ég segi þá var þetta alger rússíbani síðustu tuttugu mínúturnar."

„Þetta var rosalega gott móralskt fyrir þennan hóp að fá þetta stig því það hefði verið rosalega erfitt að labba út úr þessum leik með 90 mínútur eins og þessar 64 mínútur voru."

„Þetta er íslenskur karakter. Það er ósköp einfald og eitthvað sem við höfum alltaf haft. Þegar ég segi orka þá er það karakter, að þora að koma inná völlinn og spila jákvæðan fótbolta, pressa fram á við, senda fram á við, hlaupa fram á við og sækja færi og mörk, það er á báðum endum."

„Við sóttum á mörgum mönnum síðustu tuttugu mínúturnar en vorum líka að koma okkur hratt til baka að verjast. Brynjar Ingi ver á línu en orkan í liðinu og tempóið var allt annað síðustu 25 en fyrstu 65."
sagði hann ennfremur.

Ekki auðvelt að bera þetta númer

Andri Lucas skoraði sigurmarkið. Hann er að feta í stór fótspor en hann er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, sem er einn og ef ekki sá besti sem hefur spilað í íslensku treyjunni. Ragnhildur Sveinsdóttir er móðir hans en Arnar segir að þau hafi gert eitthvað vel í uppeldinu enda allir synirnir með mikil gæði.

„Já, Andri Lucas kemur inn og skorar, en ég vil ekki taka neitt af Þóri, Jóni Degi, Arnóri og Ara. Þeir allir fimm sem hjálpa þeim sem voru inná þá þegar að breyta þessu stigi.

„Hvort sem það er Andri Lucas eða einhver annar, þessir drengir eiga framtíðina fyrir sér en það er erfitt að tengja saman leiki og láta svona unga leikmenn spila tvisvar eða þrisvar 90 mínútur. Þetta tekur rosalega á líkamlega, þannig við þurfum að vera skynsöm að verja og vernda og taka réttu skrefin á réttum tíma til að við komum með þá í alvöru A-karla stand eftir ákveðin tíma."

„Það hefur verið Siggi liðstjóri sem ákvað það. Ég hef ekki haft neinn tíma til að pæla í einhverjum treyjunúmerum. Ég held að það sé ekki bara númerið. Við vitum að fyrir þessa drengi er þetta ekki auðvelt að bera þetta númer en þeir eru geggjaðir báðir. Svo er þriðji á leiðinni og ég veit að Eiður og Ragga hafa gert eitthvað vel við að ala upp þessa drengi,"
sagði Arnar ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner