Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk einu sinni slopp fyrir að vera í tíu ár með Lokeren
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, þakkaði eldri leikmönnum landsliðsins á fréttamannafundi eftir 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu.

Það eru margir ungir leikmenn í landsliðshópnum núna í bland við mikið reynslumeiri leikmenn.

„Ég og Eiður Smári erum rosalega þakklátir fyrir það hversu mikið eldri leikmennirnir eru að gefa af sér. Það er ekkert sjálfgefið, þeir eru stórir karakterar," sagði Arnar.

„Við þurfum að þróa liðið en mér finnst líka að við verðum að bera virðingu fyrir þessum leikmönnum sem eru hérna, hvað þeir hafa gert fyrir Ísland."

Hann segir að KSÍ geti bætt sig í því að þakka leikmönnum fyrir sín störf fyrir landsliðið, en tveir leikmenn spiluðu sinn 100. landsleik í dag.

„Við getum kannski bætt okkur sem knattspyrnusamband í því hvernig við kveðjum leikmenn og þökkum þeim fyrir það sem þeir hafa gert, þó það sé ekki nema með blómvendi. Ég fékk einu sinni slopp fyrir að vera í tíu ár með Lokeren."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner