Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. september 2021 12:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm leikmenn Íslands á hættusvæði í dag
Icelandair
Kári Árna á æfingu í gær.
Kári Árna á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikmenn Íslands á hættusvæði - á því að fara í leikbann - fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu þar á eftir.

Það voru þrír leikmenn á hættusvæði fyrir síðasta leik gegn Rúmeníu og eru þeir allir þar áfram eftir að hafa ekki fengið gult spjald í þeim leik.

Það eru varnarmennirnir Ari Freyr Skúlason og Kári Árnason, og framherjinn Albert Guðmundsson.

Tveir leikmann hafa bæst á hættusvæðið; Jón Dagur Þorsteinsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Þeir fengu gult spjald gegn Rúmeníu.

Ef einhver af þessum leikmönnum fær gult spjald í dag, þá fara þeir í leikbann fyrir leikinn gegn Þýskalandi á miðvikudag.

Leikurinn gegn Norður-Makedóníu hefst í dag klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner