Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 19:10
Elvar Geir Magnússon
„Höfum alls ekki íhugað að segja af okkur"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur ekki íhugað að stíga frá borði og segja upp störfum í öllum þeim stormi sem hefur ríkt í kringum KSÍ að undanförnu.

Á fréttamannafundi í gær sagði Arnar: „Það er ómögulegt fyrir okkur sem þjálfara að vinna okkar starf ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða í hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf að finna einhvern annan þjálfara."

Eftir jafnteflið gegn Norður-Makedóníu var Arnar spurður nánar út í þessi ummæli og hvort hann hafi, eða sé jafnvel, að íhuga að segja af sér í ljósi þess starfsumhverfis sem hann er í?

„Nei við höfum ekki íhugað það. Ábyrgðin er okkar í teyminu. Þó að ég sé að tala um þessa leiðinlegu hluti þá er þetta líka ógeðslega skemmtilegt. Við erum stoltir af því að vera í þessu starfi og það er okkar ábyrgð að taka þetta lið lengra," segir Arnar.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt en við höfum alls ekki íhugað að segja af okkur. Ég talaði um það í gær að við þurfum að fá einhvern ramma, annars er voða erfitt að velja hópinn. Ég er að biðja um að þessi rammi komi sem fyrst, það er erfitt að velja landsliðshóp og vita í rauninni ekki hverja má velja."

„Ég er bara að tala um fótboltann og er ekki að gera lítið úr einum né neinum málum. Ég er ekki að segja að það megi ekki tala um þessi mál, við þurfum að gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner