Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía bætti metið - 36 leikir án taps
Ítalska landsliðið er búið að skrifa sig í sögubækurnar
Ítalska landsliðið er búið að skrifa sig í sögubækurnar
Mynd: EPA
Evrópumeistaralið Ítalíu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Sviss í undankeppni HM en liðið hefur nú farið í gegnum 36 leiki án þess að tapa.

Þessi magnaða ganga þeirra hófst árið 2018 þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu.

Nú þremur árum síðar er liðið enn taplaust. Ítalir gerðu markalaust jafntefli við Sviss í kvöld og var það 36. leikurinn í röð án taps.

Liðið jafnaði metið eftir síðasta leik en Spánn og Brasilíu voru bæði með 35 leiki án taps. Spánverjar gerðu það frá 2007 til 2009 en Brasilía frá 1993 til 1996.

Evrópumeistararnir gátu því fagnað þessum merka áfanga í kvöld og eru á toppnum í C-riðlinum með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner