Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Facundo Pellistri til Man Utd (Staðfest)
Pellistri í leik með Penarol.
Pellistri í leik með Penarol.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur fest kaup á síðasta leikmanni sínum þennan gluggadaginn.

Kantmaðurinn Facundo Pellistri er kominn til félagsins frá Penarol í Úrúgvæ.

Pellistri er 18 ára gamall. Hann þykir mikið efni og sýndu Chelsea, Manchester City og Juventus honum áhuga í sumar. Hann skrifar undir fimm ára samning við United.

Pellistri er aðeins hugsaður sem framtíðarleikmaður og er ekki búist við að hann verði mikið í kringum aðalliðið á tímabilinu.

Man Utd borgar fyrir hann 10 milljónir evra, en hann er annar leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem semdur við Rauðu djöflana í dag. Hinn var auðvitað sóknarmaðurinn Edinson Cavani.


Athugasemdir
banner
banner