Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur: Allt annað sett til hliðar þegar komið er á völlinn
Icelandair
Jón Dagur á landsliðsæfingu í dag.
Jón Dagur á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alltaf jafn gaman að hitta hópinn
Alltaf jafn gaman að hitta hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net ræddi við Jón Dag Þorsteinsson í dag. Til umræðu var landiðsverkefnið og tímabilið til þessa með AGF í Danmörku. Í þessum hluta er rætt um landsliðið.

Karlalandsliðið leikur tvo leiki í þessum landsleikjaglugga, síðustu heimaleikina í undankeppninni fyrir HM. Liðið á alls eftir fjóra leiki í riðlinum.

„Það er alltaf jafn gaman að hitta hópinn. Maður er búinn að spila með sumum hérna lengi, þekkja þá lengi og það er alltaf jafn gaman að sjá þá," sagði Jón Dagur.

Það hefur verið kallað eftir því að Jón Dagur fái stærra hlutverk í landsliðinu. Ert þú að gera þér vonir um sæti í byrjunarliðinu?

„Ég er eins og hver annar leikmaður, maður vill spila en maður tekur því hlutverki sem maður fær frá þjálfurunum og gerir sitt besta til að standa sig í því."

Flottir möguleikar á sex stigum
Það er ennþá von um að gera einhverja hluti í undankeppninni. Vonin er ekkert sérstaklega mikil en með góðum endaspretti er HM í Katar ekki alveg útilokað. Eruði að fara inn í þetta verkefni með það í huga að klára þessa síðustu leiki í riðlinum með sigri?

„Við höfum ekki talað um að klára rest. Við förum í hvern leik með plan hvernig við ætlum að vinna leikinn, það segir sig sjálft, og svo sjá menn hvað gerist."

En hvernig líst þér á þessa tvo komandi leiki? Fyrir fram líta þeir út fyrir að vera vinnanlegir leikir. „Já, algjörlega. Það eru flottir möguleikar á sigri í báðum leikjunum."

Allt annað en fótboltinn sett til hliðar
Það hefur gustað í kringum liðið. Hversu mikilvægt er að finna fyrir góðum stuðningi úr stúkunni?

„Það er alltaf gott að fá stuðning og frá sem flestum. Við vonumst eftir því að sem flestir mæti á völlinn og styðja við liðinu. Það gefur alltaf eitthvað auka inn á völlinn ef það er stemning í stúkunni og í kringum liðið."

„Þegar við förum inn á völlinn þurfum við að setja allt annað en fótboltann til hliðar og einbeita okkur að leiknum. Við verðum að njóta þess að spila saman og njóta þess að spila fyrir Ísland,"
sagði Jón Dagur.
Athugasemdir
banner
banner