Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Onana búinn að ná samkomulagi við Inter
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að kamerúnski landsliðsmarkvörðurinn André Onana sé á leið til Inter á frjálsri sölu næsta sumar.

Onana hefur verið eftirsóttur undanfarin ár en hann hefur verið aðalmarkvörður Ajax undanfarin fimm ár. Félög á borð við Arsenal og Napoli hafa verið orðuð við markvörðinn en hann hefur ákveðið að velja Inter.

Romano segir að frönsku félögin Lyon og Nice hafi einnig komið til greina sem áfangastaðir fyrir Onana en ekkert verði úr því.

Onana á að taka við af hinum 37 ára gamla Samir Handanovic sem hefur varið mark Inter í tæpan áratug.

Þessar fregnir þýða að Inter mun ekki reyna að kaupa Bernd Leno frá Arsenal þrátt fyrir orðróma.
Athugasemdir
banner
banner