Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn PSG festust í lyftu fyrir leikinn í Leipzig
Mynd: Getty Images
Staðan í H-riðli Meistaradeildarinnar, einum af nokkrum dauðariðlum, er ansi áhugaverð eftir leiki gærkvöldsins.

RB Leipzig deilir toppsætinu með Manchester United eftir frækinn sigur á heimavelli gegn PSG, en liðin mættust í undanúrslitum keppninnar í sumar og þá hafði PSG betur.

Það hefur vakið athygli að leikmenn PSG festust í lyftu kvöldið fyrir leikinn gegn Leipzig. Tíu stjörnur Frakklandsmeistaraliðsins þurftu að bíða í um klukkustund eftir að slökkviliðið í Leipzig kom og bjargaði þeim.

Layvin Kurzawa sýndi frá þessu á Instagram en var snöggur að fjarlægja myndskeiðin vegna reglna innan félagsins.

Presnel Kimpembe, Leandro Paredes, Angel Di Maria, Marquinhos, Bandiougou Fadiga, Abdou Diallo, Idrissa Gueye, Moise Kean, Colin Dagba og Kays Ruiz-Atil eru mennirnir sem festust í lyftunni. Til gamans má geta að Di Maria skoraði eina mark PSG í leiknum og klúðraði svo vítaspyrnu á meðan Kimpembe og Gueye fengu báðir að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner