Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Ekki vanur að halda ræðu eftir leiki
Mynd: Getty Images
Stjórnendur og stuðningsmenn Everton vilja eflaust gleyma nýliðinni helgi sem fyrst en Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri og lærisveinar hans mega alls ekki gleyma því sem gerðist.

Blanda af unglinga- og varaliði Liverpool tók á móti Gylfa Þóri Sigurðssyni og félögum í sterku byrjunarliði Everton.

Everton átti góðan fyrri hálfleik en klúðraði mörgum færum. Heimamenn í Liverpool tóku völdin eftir leikhlé og gerði Curtis Jones glæsilegt sigurmark á 71. mínútu. Ancelotti var allt annað en sáttur með sína menn eftir leikinn.

„Ég er ekki vanur að tala við leikmenn að leikslokum en ég verð að ræða við þá um þetta. Okkur tókst ekki að spila jafn vel í seinni hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Sú staðreynd að við náðum ekki að skora fyrir leikhlé, sem við hefðum átt að gera, hafði slæm áhrif á frammistöðu leikmanna eftir leikhlé," sagði Ancelotti.

„Byrjunarlið Liverpool hafði engin áhrif á leikstíl okkar. Við mættum hingað með skýrt leikplan en leikmenn voru ekki nógu ákafir í síðari hálfleik og þess vegna töpuðum við. Strákarnir voru orðnir orkulitlir og án sjálfstrausts."
Athugasemdir
banner