Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. janúar 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta öskraði mikið í hálfleik: Núna er ég ánægður
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta var kátur eftir 1-0 sigur Arsenal gegn Leeds United í enska bikarnum í kvöld.

Leeds stjórnaði fyrri hálfleiknum og voru gestirnir óheppnir að vera ekki yfir þegar flautað var til hálfleiks.

Arsenal stjórnaði gangi mála eftir hálfleiksræðu frá Arteta og gerði Reiss Nelson eina mark leiksins á 55. mínútu.

„Núna er ég mjög ánægður en við mættum til leiks með tvö mismunandi lið í dag. Eitt spilaði fyrstu 30 mínúturnar og hitt kláraði leikinn," sagði Arteta.

„Ég sagði strákunum nákvæmlega við hverju ætti að búast og eftir 32 mínútur af leiknum höfðum við aðeins unnið einn 50/50 bolta. Við breyttum um hugarfar í leikhlé og vorum miklu betri í síðari hálfeik, við vorum annað lið.

„Ég hef horft á mikið af leikjum hjá Leeds og þetta er virkilega gott lið sem er hvergi smeykt við að sækja á andstæðinga sína. Þetta var góð kennslustund fyrir mína leikmenn, þeir þurftu að þjást til að læra eitthvað í dag."


Alexandre Lacazette átti nokkrar hættulegar rispur en tókst ekki að skora í dag. Að leikslokum var hann spurður út í hálfsleikræðu Arteta.

„Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við virtum ekki það sem hann sagði fyrir leik. Hann var búinn að undirbúa okkur fyrir þetta en við hlustuðum ekki nógu vel."
Athugasemdir
banner
banner