Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 06. mars 2019 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar reiður: Farið til fjandans!
Neymar.
Neymar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Damir Skomina benti á punktinn.
Damir Skomina benti á punktinn.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar fylgdist með síðustu mínútum leiks Paris Saint-Germain og Manchester United í kvöld á hliðarlínunni. Neymar er meiddur og gat ekki tekið þátt með PSG í leiknum.


United sýndi ótrúlegan karakter og kom til baka í einvíginu. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 2-0 þá vann United 3-1 í kvöld. Marcus Rashford skoraði sigurmarkið úr VAR-vítaspyrnu í uppbótartíma.

Neymar var ekki sáttur með þá ákvörðun Damir Skomina, dómara leiksins, að dæma vítaspyrnu. Boltinn fór í hendi Presnel Kimpembe og ákvað Skomina að benda á punktinn eftir að hafa horft á atvikið á myndbandi.

Neymar tjáði sig á Instagram eftir leikinn.

„Þetta er til skammar!" skrifaði Neymar. „UEFA velur fjóra menn sem vita ekkert um fótbolta til að fara yfir atvikið hægt á myndbandi. Þetta var engan veginn hendi. Farið til fjandans!"

Neymar langt frá því að vera sáttur. Þetta er þriðja árið í röð sem PSG fellur út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner