Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold skaut á Man City - „Titlarnir hafa meiri þýðingu fyrir okkur“
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, varafyrirliði Liverpool, skaut létt á Manchester City í viðtali við FourFourTwo.

Liverpool hefur unnið átta titla undir stjórn Jürgen Klopp en á sama tíma hefur Pep Guardiola unnið sextán titla.

Barátta þessara liða hefur verið frábær auglýsing fyrir deildina en Englendingurinn er á því að titlarnir sem Liverpool hefur unnið á þessum tíma hafi meiri þýðingu fyrir þá og stuðningsmennina en hjá City.

„Það er erfitt. Við erum að mæta maskínu sem er byggð til að vinna leiki og það er svona einfaldasta leiðin til að lýsa Manchester City og stofnuninni í heild sinni. Þegar maður horfir yfir þetta tímabil, þá held ég að titlarnir okkar hafa meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna stöðu beggja félaga, þó svo Man City hafi unnið fleiri titla og líklega fagnað meiri árangri. Ég held að það sé þannig, svona miðað við hvernig bæði félög byggðu upp liðin og hvernig það var gert,“ sagði Alexander-Arnold.

Alexander-Arnold var að vísa í það að Man City hefur frjálslega eytt í leikmenn og er nú undir rannsókn fyrir brot á 115 reglum ensku úrvalsdeildarinnar. Málið verður tekið fyrir eftir tímabilið.

Þessi lið eru í harðri titilbaráttu og mætast á Anfield um helgina, en Liverpool er sem stendur á toppnum, einu stigi á undan Man City.
Athugasemdir
banner