Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham dæmdur í tveggja leikja bann
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann út af rauðu spjaldi sem hann fékk í leik gegn Valencia síðasta laguardagskvöld.

Enski landsliðsmaðurinn fékk að líta rauða spjaldið eftir að hann reifst við dómarann, Gil Manzano.

Bellingham hélt að hann hefði skorað sigurmarkið þegar hann skallaði boltann í netið en á þeim tímapunkti hafði dómarinn flautað leikinn af.

Þetta var mjög umdeilt atriði og Bellingham var vægast sagt ósáttur. Hann lét dómarann heyra það og fékk fyrir það rauða spjaldið.

Bellingham hefur skorað 20 mörk og lagt upp átta með Real Madrid á þessu tímabili. Hann verður þó ekki í banni gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld. Bannið gildir bara í spænsku úrvalsdeildinni en það ætti ekki að hafa of mikil áhrif þar sem Real er með gott forskot á toppi deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner