Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 19:03
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi og Southgate á lista hjá Man Utd
Gareth Southgate næsti stjóri United?
Gareth Southgate næsti stjóri United?
Mynd: Getty Images
Roberto De Zerbi og Gareth Southgate eru báðir sagðir á blaði hjá Manchester United ef félagið ákveður að láta Erik ten Hag fara í sumar. Þetta kemur fram í grein ESPN.

Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi framtíð Ten Hag en það er í höndum Sir Jim Ratcliffe, sem eignaðist 27,7 prósent hlut í United í síðasta mánuði.

Daily Mail sagði leikmenn United efast um að Ten Hag verði áfram með liðið á næstu leiktíð og er talið líklegt að Ratcliffe vilji fá nýjan mann til að taka við keflinu.

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton og Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, eru sagðir á blaði hjá United ef Ratcliffe ákveður að láta Ten Hag fara.

De Zerbi hefur gert góða hluti með Brighton á síðustu árum og kom hann meðal annars liðinu í Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Southgate hefur þá unnið gríðarlega gott starf með enska landsliðið, en hann fór með liðið í undanúrslit HM 2018 og komst í úrslitaleikinn á síðasta Evrópumóti.

Ten Hag mun þó líklega halda starfinu ef honum tekst að koma United í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð. Fimmta sæti deildarinnar gæti dugað, þar sem það er talið líklegt að England fái fimm sæti í keppninni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner