Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Orri einn af bestu mönnum FCK - Akanji maður leiksins
Orri Steinn átti ágætis kvöld á Etihad
Orri Steinn átti ágætis kvöld á Etihad
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Toni Kroos var bestur hjá Real Madrid
Toni Kroos var bestur hjá Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson var einn af bestu leikmönnum FCK í 3-1 tapinu gegn Manchester City á Etihad í kvöld, en Evrópumeistararnir reyndust of stór biti fyrir danska meistaraliðið.

Íslendingurinn kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir leikinn, en hann hafði ekki verið með í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Umræða hefur verið á lofti um að félög í Noregi og Svíþjóð séu að skoða það að fá Orra, þar sem hann hefur lítið fengið að spreyta sig.

Það er líklega úr myndinni núna en hann byrjaði gegn Man City og greip svo sannarlega tækifærið. Hann lagði upp eina mark FCK með snyrtilegri hælsendingu á Mohamed Elyounoussi ásamt því að vinna nokkur skallaeinvígi, en annars var hann bara í því að hefja pressu FCK fremst á vellinum.

Tipsbladet gefur Orra 3 bolta af 5 mögulegum, sem gerir hann að einum besta leikmanni FCK í leiknum. Sky Sports gaf honum, Elyounoussi og Magnus Mattsson hæstu einkunn eða 7. Ágætis framlag hjá Orra í kvöld.

Manuel Akanji var valinn maður leiksins af Sky en hann fær einnig 7.

Man City: Ederson (6), Lewis (7), Akanji (7), Dias (7), Gvardiol (6), Rodri (7), Kovacic (7), Bobb (7), Alvarez (7), Nunes (6), Haaland (7).
Varamenn: Gomez (7), Stones (6), Hamilton (6).

FCK: Grabara (4), Ankersen (6), Jelert (6), Vavro (6), McKenna (6), Diks (6), Froholdt (6), Oskarsson (7), Clem (6), Achouri (6), Elyounoussi (7).
Varamenn: Bardghji (6), Mattsson (7), Hojlund (6), Cornelius (5), Meling (6).

Miðillinn 90min sér um einkunnir Real Madrid í 1-1 jafnteflinu gegn Leipzig. Toni Kroos var bestur að mati miðilsins.

Einkunnir Real Madrid: Lunin (6), Carvajal (5), Rüdiger (7), Nacho (6), Mendy (6), Tchouameni (5), Kroos (8), Camavinga (6), Valverde (6), Bellingham (7), Vinicius Jr (7).
Varamenn: Rodrygo (7), Modric (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner