Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi segir leikmönnunum í Kortrijk frá kraftaverkinu hjá Lyngby
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Kortrijk í Belgíu hefur fundið trú á ný eftir að Freyr Alexandersson tók við liðinu. Þegar hann tók við stjórnartaumunum í janúar, þá var Kortrijk í vondum málum á botni deildarinnar. Liðið er enn á botninum en staðan er talsvert betri.

Freyr ræddi við Bold í Danmörku um fyrstu mánuðina í Belgíu en hann segir liðið vera á góðum stað núna.

„Við erum á góðum stað. Það sem ég hef séð á síðustu tveimur vikum er kúltúrinn sem ég vildi skapa," segir Freyr. „Hann þurfti að vera til staðar núna ef við vildum bjarga okkur, og hann er það."

„Við komum með verkfæri til að gera leikina betri og við sköpum heilbrigt umhverfi. Við erum góðir í að skapa gott andrúmsloft í kringum fótboltaliðin okkar. Fólk vill vera hluti af því; leikmennirnir stuðningsmennirnir og starfsfólkið. Þau skynja ástríðuna og skynja að við erum að fara í sömu átt."

Freyr stýrði Lyngby á síðasta tímabili í dönsku úrvalsdeildinni og það var kraftaverki líkast þegar liðið bjargaði sér falli með ótrúlegum hætti. Það var eins og Hollywood-bíómynd. Freyr segist hafa notað Lyngby sem dæmi fyrir leikmennina sína í Kortrijk.

„Við höfum sagt þeim frá sögu okkur og hvernig okkur tókst að gera þetta áður. Við segjum þeim stöðugt að hvert einasta mark skiptir máli. Ef þú lendir undir, þá máttu ekki gefast upp. Við héldum okkur uppi á markatölu í fyrra og það gæti gerst aftur."

Freyr kveðst bjartsýnn á að Kortrijk geti haldið sér uppi en hann telur að það muni ráðast í lokaumferðinni, rétt eins og það gerðist hjá Lyngby í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner